Sunday, April 5, 2009

Peking

Hofudstadur Kinverja, Peking, hefur farid alveg agaetlega med okkur domurnar. Fyrstu dagana vorum vid a hosteli rett hja Forbodnu borginni en nu erum vid stadsettar i ibud einhvers stadar i uthverfi. Vid erum bunar ad skoda helstu kennileiti her i kring en tad verdur ad vidurkennast ad allar skodunarferdir og turistadot er ad verda tonokkud treytt svona i lok ferdar. Vid komuna til Peking var radinn hopstjori, lidsstjori hefdi hljomad meira professional en tad var ekki samthykkt af 2/3 hopsins, skil ekki af hverju. Nu hopstjorinn var ad sjalfsogdu su veraldarvanasta eda su sem hafdi komid adur til Peking. Leiddi hun (Ingibjorg) stulkurnar sem thaulvanur leidsogumadur um borgina og sagdi fra merkum stodum. Tja nu er kannski eilitid faert i stilinn tar sem "hopstjorinn" turfti ad segja af ser a fyrstu gatnamotum tegar hann skildi ekki kortid (sem var nota bene mjog einfalt).

Tar sem vid vorum i sama hverfi og Forbodna borgin skelltum vid okkur ad sja tau merku hibyli keisaranna. Tad er svosum ekki mikid ad segja um tad nema ad keisaranir hofdu tad ansi gott med ser hus fyrir hinar ymsu athafnir hversdags- og sparidagslifs.

Vid vorum allar i fyrirmennunum tvi daginn eftir skelltum vid okkur i Sumarhollina tar sem vid gengum um somu ganga og Cixi keisaraynja fordum. Hun Cixi okkar let byggja mikid upp i kringum 1900 og dvaldi tar a sumrin til ad flyja mesta hitann i borginni. Vid spasserudum um langa gangana, saum tessa finu tonlistar- og danssyningu og nutum utsynisins.

Ad sjalfsogdu letum vid okkur ekki vanta a Kinamurinn, ekki haegt ad fara til Kina an tess ad sja tad ferliki. Nu vid forum i ferd med enskumaelandi leidsogumanni og forum upp a murinn a stad sem heitir Mutianyu. Vid vorum maettar og tilbunar i slaginn fyrir horkugongu upp a murinn. Tad var i bodi ad fara upp med klaf en vid vildum tekka hversu lengi madur vaeri ad ganga uppad. Stulkan sem leidsagdi okkur benti eitthvert lengst uppa fjall og tarmed adkvadum vid ad taka bara klafinn. Tad var eins og ad vera i skidalyftunni i Hlidarfjalli a AK (ekki ad undirritud hafi mikid verid tar) og ottadist madur eilitid um lif sitt tegar hrikti i kopplunum.
Stadurinn sem vid komum upp a hafdi ad geyma haesta vardturninn a tessu svaedi og forum vid tad i rolegheitum. Gengum i gegnum nokkra vardturna, upp og nidur brattar troppur og komumst loks a toppinn eilitid modar og heitar. Gangan var audvitad tess virdi tvi ekki var utsynid slaemt. Murinn hlykkjadist um hlidar og fjoll eins og augad eygdi, torp a einum stad og fjollin sem skilja ad Mongoliu og Kina a odrum, alveg hreint magnad. Tad sem toppadi svo ferd okkar var ad vid renndum okkur nidur 700 m rennibraut. Eilitid absurd ad renna ser nidur i stalrennibraut eftir ad hafa verid ad ganga a Kinamurnum.

Adan skelltum vid okkur i romantiska gongu um Olympiuleikvangasvaedid. Tar matti sja hreidrid og sundhollina uppljomad asamt hinum ymsu turnum og sulum bodudum ljosum. Mjog fallegt ad kveldi til en spurning hvernig stalbitarnir og kassarnir lita ut i dagsbirtu.

Vid erum ad sjalfsogdu bunar ad versla eilitid, fara a markadi og prutta. Erum bara nokkud stoltar ad hafa ekki latid Kinverjana svikja okkur, gellurnar voru alltaf undrandi yfir tvi hversu godar vid vorum ad prutta. Vid fengum Gucci og Chloe toskur a spottpris, armani ledur hanska, silkifatnad og perlur. Allt a kostakjorum og allt ad sjalfsogdu alvoru!

A morgun munum vid klara tad sem a eftir ad sja og kaupa. Pokkun verdur einnig partur af planinu en tar sem vid erum svo vanar ad pakka eftir tessa 3 manudi ta verdur tad litid mal. Tad er adallega spurning hvort allt kaupaedisdotid komist fyrir i bakpokum og hugsanlega aukapokum einhverjum.

Nokkur atridi sem vert er ad minnast a eftir dvol okkar her:
* Ekki svo margir tala ensku, hefur to sloppid til i Peking. Sokum tess hefur oft verid nokkur misskilningur og kinverjar jafnvel heimtad ad vid borgudum ymislegt sem vid vorum ekki sammala. T.d. hlupum vid ut ur leigubil tegar leigubilstjorinn var buinn ad hringsola med okkur og vissi ekkert hvert hann atti ad fara en tottist to alltaf vita tad. Vid letum ekki bjoda okkur tetta, forum ut og neitudum ad borga tad sem maelirinn var kominn uppi. Tad vard svaka drama og naesti leigubill vildi ekki taka okkur tvi hinn sagdi honum ad vid hefdum neitad ad borga. En tetta gekk allt ad lokum og vid komumst heim fyrir minni pening en ella. Graeddum heldur betur a Kinverjunum tarna!
*Eins og margir vita ganga morg born bleijulaus i Kina. Eru tess i stad med gat i klofinu og lata vada hvar og hvenaer sem er. Tess ma geta ad eitt sinn er vid stollurnar svoludum thorf okkar fyrir sveittan ameriskan skyndibita ma segja ad okkur hafi hefnst fyrir tad. A naesta bordi sem var ansi nalaegt voru modir og barn og turfti barnid ad pissa og let ad sjalfsogdu vada. Drengurinn spraendi a golfid og fengu faetur Ingibjargar og Saeju einnig ad finna fyrir tvi. Svosum var tetta ekkert alvarlegt, bara god saga ad segja fra.
*Vid hofum tekid upp ymislegt af venjum Kinverja, t.d. ad trodast hvar og hvenaer sem er, serstaklega ad troda ser i lestir. Tad er ekkert sem heitir ad bida eftir naestu lest, bara ad troda eins lengi og haegt er, svo lengi sem dyrnar geta lokast ta eru allir sattir.

Fyrir ta sem eru hryggir ad ferd okkur skuli vera ad lokum komin getum vid glatt med tvi ad eflaust verdur allaveganna eitt blogg enn skrifad. Vid turfum ad eyda 6 timum a Heathrow og ta hendum vid inn einhverju skemmtilegu. En nu getum vid haett ad telja nidur dagana tangad til ad vid komum heim...timarnir eru taldir!

Gledikvedjur fra Beijing

Ingibjorg og domurnar (tvi her erum vid ju ad sjalfsogdu avallt avarpadar domur)

Monday, March 30, 2009

Xian

Ad tessu sinni skrifum vid fra uberflottu netkaffi i Xian. Ad tessu sinni (til tilbreytingar) er ekki fra morgu ad segja...

-Vid komum hingat til Xian i lest tar sem vid deildum mjog litlu plassi med 7 havaerum og eiturhressum kinverskum konum sem voknudu snemma og toldudu hatt.

-I Xian hofum vid att mjog erfitt med ad fordast tad ad borda a KFC og drekka Starbucks. Vid baettum ur tvi i dag og hofum gert fleiri en eina heidarlega tilraun til ad breyta tvi. Taer tilraunir hafa oft haft hraedilegar afleidingar fyrir bragdlauka okkar og skilning a rettu og rongu.

-I Xian er ennta starad a okkur hvert sem vid forum, stoppudum umferd i verslunarmidstod her um daginn medan vid matudum ulpur. Svo stukku allir til tegar vid forum og foru ad mata somu ulpur.

-I Xian er kalt en vid erum med nog ad hlyrabolum og stuttbuxum med i bakpokanum. Okkur er stundum kalt.

-Vid kiktum a Terracotta hermennina sem eru margir og frekar heitir. Mikilmennskubrjalaedi keisarans sem let reisa herinn hefur verid a frekar hau plani. Vid gengum um svaedid i mjog godu verdri og nutum dyggrar leidsagnar hinnar fogru Margretar sem var betri en nokkur local guide.

-Vid borgudum studentaverd til ad skoda hermennina med tvi ad syna okuskirteinin okkar og segja ad tau vaeru studentakort. Ingibjorg og Margret komust inn a sama okuskirteininu tar sem Kinverjar sja ekki mun a teim tveim hvort sem er.

-I dag forum vid eftir borgarmur sem umkringir midborgina, fin upphitun fyrir Kinamurinn i Peking. Vid aetludum ekki ad fara alla hringinn heldur bara rolta 3/4 i rolegheitum sem voru rumlega 7 km. Fljotlega nenntum vid ekki ad rolta meira og leigdum hjol enda taulvanar ad hjola um i Kina eins og lesendur vita. Kinverjarnir plotudu okkur einu sinni og vid turftum ad hjola allan hringinn bara til ad geta skilad hjolunum aftur. En vid saum bara meira fyrir vikid og verdum enn massadri tegar vid komum heim.

-Eftir hjolaturinn roltum vid um muslimahverfid sem er fraegt fyrir godan mat og godar kokur. Loksins fengum vid godan mat og sjaum ekki fram a ad fara neitt a KFC i dag. Godur dagur tad.

-Annad kvold tokum vid svo lest til Peking og eydum sidustu vikunni tar.

-Tad eru komnar inn nyjar og glodvolgar myndir.

Bestu kvedjur
Margret

Wednesday, March 25, 2009

Yangshou

Gott folk

Tad ma segja ad her i Yangshou seum vid a heimaslodum. Gistum i adalturistagotunni tar sem endalaust af doti er til solu, veitingastadir, hotel og allt sem hugurinn girnist fyrir vestraena ferdamenn. Veitingastadirnir bjoda uppa vestraenan mat og vid getum valid um alls konar morgunmat sem er yndislegt. Erum serstaklega hrifnar af enskum morgunverdi, jogurt med avoxtum og musli eda hafragraut med avoxtum.

Fyrsta daginn okkar var um fatt annad ad raeda en ad skella ser i kinverskt nudd tar sem vid hofdum gengid med taepa 20 kg pokana okkar a bakinu fulllengi. Axlirnar lidu fyrir tad og veitti ekki af godu nuddi. Nu tad er skemmst fra tvi ad segja ad tad gerdi mismikid gagn tar sem nuddararnir okkur voru misgodir. Urskurdum vid her med thailenska nuddid nudd ferdarinnar enda var farid nokkrum sinnum i tad tar i landi.

I gaer forum vid i ferd til Longsheng, Longji svaedisins sem er uppi i fjollum og heimamenn hafa um aldir alda utbuid stalla i hlidarnar fyrir hrisgjronaraektun sina. Folkid hefur turft ad adlaga sig adstaedum og utbua slikt tvi ekki er mikid um flatlendi tarna. Ef horft er nidur hlidarnar ma sja rondott landslag sem stafar af tessum raektunarsvaedum. Mjog fallegt a ad lita jafnt sumar sem vetur. Frekar erfitt ad lysa tessu med ordum en tid erud svo heppin ad tid faid myndir med til utskyringa.

Fjoldi thorpa og thjodernishopa eru a svaedinu og fengum vid ad heimsaekja thorp Yao folksins. Tar er frekar mikil fataekt en heimamenn geta to eitthvad graett a turistunum sem koma i hronnum. Thratt fyrir landnytni mikla dugir hrisgjronaraektunin ekki fyrir heimamenn en teir fa styrk fra rikisstjorninni til hrisgrjonakaupa.

Byrjudum vid a ad fara a heimili einnar fjolskyldu en yfirleitt eru tau triggja haeda tar sem a jardhaed er bufenadur hafdur, hibyli folksins a midhaedinni og a teirri efstu eru raektunarafurdis s.s. mais, kartoflur og hrisgrjon.
Tvinaest forum vid i felagsheimilid og fengum heljarinnar syningu med donsum og mjoroma song nokkurra kvenna. Rusinan i pylsunni var svo syning a hari kvennanna en taer eru tekktar fyrir sitt sida har sem er ekki klippt nema svona einu sinni eda tvisvar a aevinni. Vid erum ekki alveg vissar med slik smaatridi tvi stundum var eilitid erfitt ad skilja ensku leidsogumannsins og syningarstjorans. Taer eru med har jafnsitt ser og vefja tad um hofudid og baeta einnig vid svipad sidu harinu sinu sem var klippt af teim fyrr um aevina. Eru taer tvi med um 2-3 metra har vafid um hofudid.
I enda syningar stodu konurnar sitthvoru megin vid utgongudyrnar og toku gestir skot af einhvers konar vini, liklegast hrisgrjonavini, og hlupu i gegn um kvennagongin. Tad sem var aesilegast og vakti mestu lukkuna var ad kellurnar klipu i rassa folksins. Vorum vid heldur betur upp med okkur eftir ad fjoldi gamalla og halftannlausra kellinga voru bunar ad klipa okkur i rassinn.


I dag leigdum vid okkur hjol og hjoludum eins og vindurinn um sveitir Yangshou. Margret og Saerun tvimenntu a hjoli og voktum vid athygli hvar sem vid forum fyrir thokka og fegurd. Voru tad einkum blomsveigarnir um hofud okkar sem gerdu mikid fyrir okkur. Enda saum vid ad vid hofdum verid tiskubrautrydjendur tegar hopur japanskra turista sem vid hofdum hjolad framur var allur kominn med blomsveiga stuttu sidar! La leid okkar ad tunglhaedinni og medfram Yu long anni en rammi arinnar er pryddur fjollum og haedum margskonar.

A morgun munum vid svo fara aftur til Guilin og taka lest til naesta afangastadar, Xian. Tess ma geta ad lestarferdin mun taka um 27 tima og bidum vid spenntar. Vid aetlum ad tessu sinni ad reyna ad vera eins og locallinn (heimamenn, Kinverjar) og taka med okkur risa skyndinudlubox sem nesti.

Erum bunar ad setja inn myndir sem tid getid skemmt ykkur yfir og notid.

Bidjum vel ad heilsa

Ingibjorg og stelpurnar

P.s. Saerun a hros skilid fyrir ad setja inn allar myndir ferdarinnar, i mishradvirkar og skiljanlegar tolvur.

Sunday, March 22, 2009

Guilin

Jaeja vid erum eins og gloggir lesendur vita ennta i Kina. Kina sem hingad til hefur gert okkur ordlausar, hneyksladar, vandraedalegar, svangar, saddar, pirradar, gladar og vanar eeendalausri athygli.

Kinverjar eru ekki eins og folk er flest, tad er nokkud ljost, og hefur hegdun teirra, atferli og framkoma verid okkur frekar framandi. Flest sem ad okkur finnst vera okurteisi tykir bara mjog edlilegur hlutur i Kina. Her omar um goturnar hljodid i konum og korlum, ungum sem oldnum sjuga hraka nedan ur lungum adur en honum er svo skyrpt a gotuna. A tessa somu gotu fa svo born frameftir ollum aldri ad pissa tar sem teim hentar, t.d. girti ein 5 ara stelpa nidrum sig og pissadi a troppurnar a finu veitingahusi sem vid satum a i gaer. A tessum veitingastad bordudum vid svokallad Hot-pot tar sem vid fengum hraefnid hratt og eldudum tad i sjodandi potti a midju bordinu. Manni hitnadi svolitid vid tessa idju og nokkrir menn a stadnum voru ekki lengi ad vippa ser bara ur ad ofan. Svo vid gatum bara haft tad huggulegt med pissandi bornum og kollum a bumbunni medan vid gaeddum okkur a kjukling sem kom a bordid i naestum heilu lagi med haus og fotum... namm!

Nuna sitjum vid a risa netkaffi... eda netsal frekar, trodnum ad kinverjum i bardagaleikjum. Margir herna inni reykja og tad tykir ekkert mal ad losa sig bara vid osku og stubba beint a golfid. Reyndar reykja kinverjar eiginlega hvar sem er og tar sem teir eru stoppadir af kemur tad vidkomandi alltaf jafn mikid a ovart ad teir megi ekki reykja inni a veitingastodum, i lestum, i verslunarmidstodum osfr.

Eitt annad sem hefur vakid athygli okkar herna i Kina er mikill fjoldi af olettum konum, serstaklega herna i Guilin tar sem vid erum nuna. Fyrir utan tilheyrandi olettubumbu ma tekkja greyid olettu konurnar af fatnadinum sem taer klaedast. Taer eru flest allar i ljotum smekkbuxum eda mussum og allar eru flikurnar med barnamyndum a, bongsum eda teiknimyndapersonum. Eins og manni lidi ekki nogu illa med risabumbu framan a ser to ad Hello Kitty brosi ekki framan a ollum herlegheitunum. En tetta er kannski eitthvad sem mun na fotfestu heima a Islandi svo ad tid sem erud olettar (Telma) getid latid okkur vita ef vid eigum ad koma med eitthvad svona heim.

En tratt fyrir tetta er Kina hid finasta land... bara svolitid odruvisi. Vid erum nuna i borginni Guilin sem er einkum tekkt fyrir fallega umgjord kletta og haeda. I dag heimsottum vid helstu ferdamannastadi nagrennisins, sigldum a bambufleka hja Elephant Trunk Hill sem ur fjarlaegd sed litur ut eins og fill. Vid forum lika i Reed Flute Cave sem er storfenglegur hellir og sjalfur Nixon lysti honum rettilega sem holl. Meira vitum vid eiginlega ekki um stadinn tar sem turinn okkar for fram a kinversku... vid skildum to ad leidsogukonan var alltaf ad benda hopnum a redurtakn i hellamynduninni. Tad dugdi okkur.

Undir lok tursins turftum vid svo ad gjora svo vel og stilla okkur upp fyrir myndatoku. Hinir og tessir vildu mynd af ser med okkur og flossin bara blikkudu endalaust og vid brostum frekar stjorfu brosi. Vid vonum bara ad vid verdum landi okkar til soma i fjolskyldumynda-albumum kinverja um okomna framtid.

En hressar og katar erum vid og naesta stopp er Yangshou tangad sem vid forum i rutu a morgun. Yangshou er i sveitinni og planid er ad leigja okkur hjol og kikja a landbunad Kina undir leidsong sveitastulkunnar Ingibjargar. Hun hefur verid ad lesa ser til um hrisgrjonaraekt sidustu daga til ad geta fraett okkur almennilega og vid bidum spenntar.

Bestu kvedjur!

Thursday, March 19, 2009

Shanghai

Ta erum vid komnar til Kina. Flugum fra Bangkok a manudaginn sidasta, hressar sem aldrei fyrr og tilbunar ad takast a vid sidasta hluta ferdarinnar.

Shanghai er stor borg og her er mikid af folki. Heimamenn vilja meina ad tad se of mikid af tvi. Vid vitum svo eiginlega ekki hvad heimamenn hafa sagt meira vid okkur tar sem teir tala afskaplega litla ensku og vid enga kinversku. Samskipti okkar a milli fara tvi fram med bendingum, einhverskonar taknmali, stoku ordum og med hjalp ordalistans i Lonely planet. Tetta hefur to gengid furdu vel hingad til.

Vid leigdum litla ibud her i fjorar naetur og er hun a 30. haed med aedislegu utsyni yfir borgina, ad kvoldlagi allavega. Yfir borginni liggur mikid mistur a daginn og hun tvi frekar gra a ad lita en ljosadyrdin a kvoldin gerir hana fallegri.
Eigandi ibudarinnar og ,,enskumaelandi" vinur hans toku a moti okkur afskaplega stressadir badir tveir. Hlutverk enskumaelandi gaursins var ad utskyra allt fyrir okkur og adstoda okkur med tad sem turfti og var hann svona lika sleipur i enskunni. Svo godur ad hann setti uta enskukunnattu okkar. Hann sagdi okkur t.d. ad hann hefdi buid i ,,norsku" og eftir fyrstu nottina spurdi hann hvernig vid hefdum sofid sidustu viku.

Kinverjar eru ansi duglegir vid ad gera meira ur hlutunum en naudsynlegt er. Vid turftum tess vegna ad fara a logreglustod, innan solarhrings fra komu okkar til Shanghai, til ad skra busetu okkar i borginni. Sma vesen fyrir tann stutta tima sem vid dveljum her en sem betur fer komu felagar vorir med okkur og sau um tetta.

Tratt fyrir ad staersta mall Asiu se her i borginni ta hofum vid, otrulegt en satt, ekki bara hangid i tvi. A tridjudaginn forum vid ad skoda afar gamlan gard sem er her i midri borginni og er typiskur kinverskur gardur med tilbunum tjornum, klettum, fullt af plontum og bekkjum til ad sitja a og sotra teid sitt. Tad var afskaplega notalegt ad rolta um gardinn i rolegheitum og ekki amalegt ad hafa svona afdrep i midri storborginni.
A eftir settumst vid inna elsta tehus Shanghai og sotrudum te eins og finustu domur. Adur en vid gatum hafist handa for fram afskaplega fin ,,te-serimonia" sem snerist um ad hella tei a milli bolla og sulla vel framhja. Skemmtilegt tad. Teid var gott og drukkum vid fyrir allan peninginn enda aetladi blessud afgreidsludaman aldrei ad haetta ad hella i bollana okkar.

Vid tokum vel verdskuldadan hvildardag i gaer og lagum heima og horfdum a dvd. Her i Kina er i mikill bissness i ad selja allskyns gervivorur og eru dvd myndir tar a medal. Allstadar er folk sem vill selja okkur gossid sitt. Tau mega hinsvegar ekki selja tad a gotum uti og leida mann tvi i ,,budirnar" sinar sem eru oftar en ekki i einhverjum nidurniddum bakhusum. Vid forum i eitt slikt. Heldum a timabili ad tad yrdi okkar sidasta tegar vid vorum leiddar upp einhvern ohrjalegan stiga og inn i herbergi sem var ta fullt af alls kyns eftirlikingarvorum.Tar gatum vid keypt nokkrar myndir en to ekki nog og vorum vid ta leiddar a annan stad. I tad skiptid var tad dimmt husasund svo loggan saei okkur ekki. Skemmtilegt aevintyri tetta.
Engar ahyggjur foreldrar okkar, vid vorum aldrei i haettu.

Kinverjum, morgum hverjum, finnst vid afskaplega merkilegar a ad lita. Liklega er tad otruleg fegurd okkar sem fangar auga teirra fyrst og fremst. Nokkrar konur fengu t.d. mynd af ser med Margreti og Ingibjorgu og Ingibjorgu var svo likt vid Barbie dukku. Tad er heldur ekki litid starad a okkur og greinilegt ad folk er ad tala um okkur, stundum flissar tad meira ad segja. Vid teljum tetta allt vera jakvaeada athygli.

I dag hofum vid traett gotur Shanghai. Eins gott ad hreyfa sig eitthvad i dag tar sem vid setjumst i lest kl. 5 a morgun og verdum i henni i ruma 22 tima. Forinni er heitid til borgarinnar Guilin tar sem vid verdum i 2 daga.

Friday, March 13, 2009

Yndislega Kambodia

Jaeja jaeja saelir lesendur godir... vid vonum ad tad se alveg ennta einhver sem fylgist med aevintyrum okkar to frasagnirnar lengist og vid folnum eftir hverri mynd sem birtist. Tessi faersla verdur amk ekki su stysta, svo komid ykkur vel fyrir.

Nuna erum vid bunar ad eiga taeplega viku i Kambodiu. Flugum fra Vientiane snemma a laugardagsmorgni beint til Phnom Penh. I Phnom Penh fundum vid okkur gistiheimili "lakeside" naerri midborginni. Tetta er i annad sinn sem vid dveljum "lakeside", sidast var tad hja Joey vini okkar a Ao Nang i Taelandi vid vatnid sem reyndist vera tomur grunnur. Tetta vatn var mun voldugra ad staerd en ekki mikid meira spennandi, drullubrunt med fataektarhverfi borgarinnar i kring. En Happy Guesthouse nr. 11 var hinn finasti stadur. Eigendurnir voru eins og abyrgustu foreldrar fyrir alla ferdalangana sem gistu tarna, reddudu manni ollu sem vantadi og hengdu upp mida ut um allt hus til ad vara vid tvi ad neyta eiturlyfja tvi tad er daudasok herlendis. Reyndar komust vid ad tvi adeins seinna ad tessar advaranir voru bara auglysing fyrir hasssolu stadarins. Vid attum tvi ljuf kvold, liggjandi i hengirumum, horfandi a solina setjast a brunt vatnid medan hassreykurinn lidadist um gistihusid (engar ahyggjur vid letum tad vera, enda litill ahugi a ad lenda i Kambodisku fangelsi).

Tad fyrsta sem vid gerdum i Phnom Penh var ad fara med einka-tuktuk bilstjoranum a markad og kaupa 50 kg ad hrisgrjonum, baekur, liti, sapur og tannkrem og fara med a Lighthouse munadarleysingjahaeli sem er rekid i utjadri borgarinnar. Tar bua um 90 born med starfsfolki. Bornin eru a aldrinum 3-18 ara og toku vel a moti okkur. Husnaedi og adstada var nu ekki til ad hropa hurra fyrir en krakkarnir voru katir og litu vel ut. Auk tess ad ganga i almennan skola halfan daginn fa tau tar ad auki kennslu i ensku, japonsku og fronsku tannig ad vid gatum vel spjallad vid tau og leikid. Vid vorum voda sattar vid okkur ad hafa farid med heil 50 kg ad grjonum til teirra en komumst svo ad tvi ad tad dugar ekki nema einn dag ofan i allt tetta lid! En engu ad sidur var tetta mjog anegjuleg ferd og godverk tess dags.

Naestu tvo daga heimsottum vid svo helstu stadi borgarinnar. Vid skodudum konungshollina og Silfur Pagoduna sem eru rosalega fallegar og yfirtyrmandi iburdamiklar byggingar i fallegum gardi, roltum milli godgerdaverslana og markada og reyndum ad botna eitthvad i skipulagi borgarinnar sem virdist vera oskaplega flokid ad morgu leyti. Umferdin er t.d. algjor chaos, tad virdir enginn bidskyldu eda gangbrautir heldur beygja bara allir tegar teim hentar og sikksakka a moti umferd. Sem betur fer er folk adallega a motorhjolum og scooterum svo tetta virdist ekki alveg eins haettuleg- en er oftar en ekki halfgert brjalaedi. Serstaklega tegar madur fylgist med 5 manna fjolskyldu a einu hjoli og kannski eitt stykki hrisgrjonapoka bara taka u-beygju a moti umferd an tess ad svitna.

En tad sem situr eftir heimsoknina eru heimsoknir okkar a stadi tengda yfirradatima Raudu Khmeranna. Vid heimsottum fyrrverandi fangelsi, S-21, sem er i borginni tar sem fangar voru fangelsadir og pyntadir hryllilega oft manudum saman adur en teir voru drepnir. Meirihluti fanganna sem let lifid i S-21 voru menntafolk eda aettingjar teirra, folk sem notadi gleraugu, var grunad um einhversskonar svik vid flokkinn eda hofdu starfad fyrir fyrrverandi rikisstjorn landsins. Fangelsid er i fyrrverandi skolabyggingum og nuverandi safn var opnad naestum strax og Raudu Khmerarnir voru reknir ur borginni 1979 til tess ad syna heiminum fram a vodaverkin. Safnid er ad morgu leyti hratt og litid buid ad vinna i umgjord tess. I sumum fyrrverandi fangaklefum er to buid ad setja upp ljosmyndasyningar og upplysingaspjold um tessa hryllilegu sogu og tad eru orrugglega fair sem ganga tadan ut osnortnir. I kjolfarid forum vid svo a Killing Fields rett fyrir utan Phnom Penh tar sem 20 tusund manns voru teknir af lifi og grafnir i risastorum fjoldagrofum.
A Killing Fields midjum stendur minnismerki um vodaverkin, 10 haeda glerskali med teim hauskupum sem fundist hafa og einnig fatnadi. Beinin liggja ennta ad miklum hluta grafin a svaedinu og tad var svolitid sjokkerandi tegar leidsogumadurinn okkar benti okkur a bein og fatnad sem stod upp ur jordinni tar sem vid gengum. Rigningartiminn skolar alltaf nyjum og nyjum beinum upp a yfrbordid og tau munu aldrei finnast oll. Tad tok svolitid a ad labba um og sja tetta og otrulegt ad tad seu bara stutt 30 ar sidan tessi martrod atti ser stad.

Vid forum svo fra Phnom Penh nordur til Siem Reap tar sem hid fraega Angkor Wat er. Fyrsta daginn okkar her forum vid og horfdum a solsetrid uppi a hofi rett hja Angkor Wat og tad var nu ekki tad ljotasta sem vid hofum sed. Tad voru reyndar fleiri sem hofdu fengid somu hugmynd og vid tannig ad tessari fogru syn fengum vid ad deila med oteljandi odrum ferdamonnum.

I gaer tokum vid svo heilan dag i ad fara um helstu hofi og byggingar i kringum Angkor Wat undir styrkri leidsogn nyjasta einka-tuktuk bilstjorans okkar, hans Long. Vid endudum svo a tvi ad skoda sjalft Angkor Wat. Samkvaemt Lonley Planet tekur tad 2 daga lagmark ad aetla ser ad skoda tetta svaedi og margir kaupa ser viku passa til ad na ollum herlegheitunum. Vid tokum tetta a slettum 4 timum og settum orugglega tar med Angkor Wat met. Greyid Long var tunnur og kunni ekki alveg ad meta hvad vid vorum fljotar ad snua aftur ur ollum tessum hofum, hann nadi sama og ekkert ad leggja sig...

I dag sigldum vid svo um Chong Khneas sem er fljotandi torp a Tonle Sap vatni. A tessu vatni, sem er risastort, eru meira hundrad fljotandi torp og um 80 tusund manns sem bua i teim. Ibuarnir hafa atvinnu af fiskveidum a vatninu og bua vid vaegast sagt fataeklegar adstaedur. Lifslikur folksins eru adeins 52 ar, 12 % barna na ekki 5 ara aldri og helmingur teirra sem lifa er vannaerdur. En rikid rekur skola fyrir bornin og i torpinu er lika korfuboltavollur, katholsk kirkja, hof og fleira. Vid personulega vaerum ekki svo mikid til i ad bua vid dokkbrunt vatnid sem ollum urgangi er sturtad i, i husum reistum a bambus og med ekkert rennandi vatn. En vid erum kannski bara of godu vanar...

A morgun forum vid svo til Bangkok tadan sem vid eigum flug a manudagsmorgun til risans i austri- Kina!

Settum inn nyjar myndir sem tid vonandi njotid- ekki eru vidfongin af verri endandum, enda heyrum vid tad endalaust her i Kambodiu hvad vid erum ungar og fallegar!

Kossar og kvedjur
Margret og Ingibjorg
(Myndirnar eru komnar inn en to er enginn texti vid taer. Hann kemur seinna. Taer tala svolitid sinu mali.)

Saturday, March 7, 2009

"Tuk-tuk sir?"

Tessa spurningu hofum vid nokkrum sinnum heyrt a gongu okkar um gotur Laos. Ingibjorg er a tvi ad hun se ekki tilkomin vegna lelegrar enskukunnattu tuk-tuk bilstjora, heldur vegna tess ad eg og Saeja seum svo karlmannlegar... Hun segist sjalf aldrei hafa verid spurd tessarar spurningar heldur horfi bilstjorarnir alltaf a mig eda Saeju. Hvort sem tad er er tetta einn af vinalegu hlutunum sem vid munum sakna vid Laos tegar vid yfirgefum landid i fyrramalid.

Sidast tegar vid skrifudum vorum vid i Luang Prabang tadan sem vid tokum rutu til Vang Vieng. Tessi rutuferd var hressandi a trongum og mjog svo undnum vegum sem lagu yfir fjoll og firnindi, gegnum pinulitil torp sem samanstodu stundum bara rett svo af taeplega 10 husum sitthvoru megin vid tjodveginn. Vid stoppudum svo a einhversskonar veitingastad eftir nokkra tima og bordudum stadgodan hadegismat eftir ad hafa orvaent um stund um ad verda hungurmorda a leidinni. Tad er tannig med hlutina i Laos ad teir standast ekki alltaf, okkur hafdi verid lofadur hadegismaturinn en vid vorum eiginlega haettar ad trua tvi ad hann myndi birtast tar sem okkur var t.d lika lofud loftkaeld ruta, sem var klarlega ekki raunin.

En allavegana til Vang Vieng komumst vid hressar og katar. Vang Vieng er litill baer i mjog fallegu umhverfi. Ferdatjonustan i baenum er tvi midur takmorkud vid tvennt adallega: Annars vegar veitingastadi tar sem haegt er ad liggja og horfa a Friends fra morgni til kvolds, vid toldum amk 8 stadi af 15 veitingastodum i allt. Hinsvegar er haegt ad fara nidur a sem rennur hja baenum a slongum, kayak eda syndandi og koma vid a borum sem radast eftir arbakkanum, drekka og stokkva uti anna.

Vid voldum ad fara fyrst i hellaskodunarferd i vatnahelli og svo a kayak nidur anna. I vatnahellinum forum vid inn a uppblasnum slongum og drogum okkur og syntum inn i myrkrid. Sem betur fer vorum vid med tessi finu haus-ljos sem voru einstaklega oldschool med heilan rafgeymi hangandi um halsinn. Eftir hellaskodunina og dyrindis hadegismat forum vid i kayakana. Saeja og Ingibjorg voru saman a bat og eg var med honum Oliver, Walesbua sem hafdi aldrei profad ad roa adur. Eg reyndist svo godur kennari ad fyrstu 10 min veltum vid tvisvar. En tad var bara hressandi og eftir ad hafa fengid nyjan og betri bat (allt batnum ad kenna) sigldum vid lygnan sae. Tegar vid vorum ca. halfnud var tekin pasa a einum ar-barnum. Tar profudu Ingibjorg og Saeja rolu sem dingladi i um 6 metra haed fyrir ofan anna. Tignarlegar voru taer tegar taer svifu um loftin og lentu naestum an gusu i anni. Seinni hluta ferdarinnar sigldum vid svo i siddegissolinni framhja treyttum turistum sem voru bunir ad fa adeins og mikid ad Beerlao, bornum ad leik i anni, fiskimonnum og buffaloum ad kaela sig. Alveg otrulega falleg sigling i storkostlegu umhverfi.

Eftir 2 naetur i Vang Vieng heldum vid afram til hofudborgarinnar, Vientiane tar sem vid erum nuna. To ad tetta se staersta borg Laos er ekki beint borgarfilingur herna, allir voda afslappadir og mjog litid um typisk storborgareinkenni. Borgin stendur a bokkum Mekong en tar sem tad er turrkatimabil nuna er arfarvegurinn naer alveg upptornadur. Tad er svolitid sorglegt ad sja alla veitingastadina sem standa i rodum vid arbakkann, teir eru alika tomir og ain enda ekki mjog huggulegt ad sitja i rykskyinu sem stendur upp af arfarveginum.

Her i Vientiane er nu ekki eins fallegt og i Luang Prabang og taeplega eins mikid ad sja. Vid erum adallega bunar ad vera ad rolta um og njota lifsins. I dag heimsottum vid safn i endurhaefingarmidstod (COPE) sem er tileinkad barattunni gegn osprengdum sprengjum sem eru vida her i Laos sidan i Vietnam stridinu og eru enn ad valda slysum. Born og fullordnir safna sprengjum og brotajarni til tess ad selja eda smida nytjahluti ur, oft med hraedilegum afleidingum.

Vid bordudum svo hadegismat a Makphet sem er veitingastadur sem er einnig skoli fyrir fyrrverandi gotuborn. Allur agodi af rekstri stadarins rennur til ad styrja verkefni sem midar ad tvi ad koma bornum af gotunni. A veitingastadnum laera tau veitingastorf og tar er einnig haegt ad kaupa varning sem unnin er af fataekum maedrum. Tad er svo sannarlega haegt ad maela med stadnum ef leid ykkar liggur hingad. Maturinn var alveg meirihattar godur!

Svo a morgun eigum vid bokad flug til Phnom Phen i Kambodiu. Vid aetlum ad vera i Kambodiu i ca. viku og munum an efa lata i okkur heyra tadan.

Bestu kvedjur og endilega kikidi a nyjar myndir her til hlidar
Margret og hinar.